Skilaboð
Til myndeigenda:
Fyrir all mörgum árum tíðkaðist hjá sumum innrömmurum að nota upphengi úr nælonbandi í stað sérhæfðs rammavírs. Það hefur komið í ljós að þessi bönd (einkum þau grænu sem eru “vistvæn”) geta brostið og þá getur ramminn fallið niður og brotnað með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Við höfum frétt af nýlegu dæmi um slíkt.
Vinsamlega skoðaðu bakspjaldið aftan á ramma myndarinnar þinnar og athugaðu tvennt:
1. Er band eða vír í upphenginu?
Ef upphengið er úr bandi bjóðumst við til að skipta því út með rammavír, þér að kostnaðarlausu.
Þú þarft að koma með myndina, og við skiptum. Hringdu fyrst til að ákveða tíma.
2. Er myndin skráð með kennitölu á upprunamiðann á bakspjaldi rammans?
Verið er að skrá myndir Kristínar í gagnagrunn hjá Gallery 13 og hver mynd fær sérstaka kennitölu. Þetta er m.a. hugsað til hagsbóta fyrir eigendur myndanna, sem geta fengið upplýsingar um mynd sína og til að verjast fölsunartilraunum.
Hafir þú keypt mynd eftir Kristínu síðar en í júní árið 2002 eru líkur á að myndin sé með kennitölu (3 bókstafir). En þeim sem hafa keypt myndir fyrir þann tíma, er bent á að skoða bakspjald rammans og fá myndina skráða ef kennitölu vantar.
Með ósk um góðar undirtektir
Kristín Þorkelsdóttir,
sími: 554 2688, netfang: kristin@gallery13